LAUGAVEGUR 20B, REYKJAVIK 101, ICELAND
OPIÐ 7/7
SUN-FIM 12:00-01:00
FÖS-LAU 12:00-03:00
HAPPY HOURS frá 16:00 til 19:00
LAUGAVEGUR 20B, REYKJAVIK 101, ICELAND
OPIÐ 7/7
SUN-FIM 12:00-01:00
FÖS-LAU 12:00-03:00
HAPPY HOURS frá 16:00 til 19:00
Við á Kalda Bar erum stolt af því að bjóða fram á eitt besta bjór úrval landsins og er flaggskip staðarins dælan okkar sem býður fram á 8 mismunandi tegundir af bjór í hvert sinn. Auk þess leggjum við mikinn metnað í fjölbreytni í bjórúrvali og skiptum því reglulega um tegundir á dælunni og þar á móti bjóðum við frábært úrval af flöskubjór. Bjórinn er kannski flaggskipstaðarins en þar á móti reynum við að státa okkur af frábæru úrvali af sterku víni þar sem við leggjum metnað í að bjóða fram það besta sem er í boði í þeim efnum. Það sama má segja um léttvíns úrval okkar þar sem fólk getur valið úr fjölda tegunda eða gætt sér á glasi af sérvöldu víni húsins.
Þrátt fyrir að vín sé hvað helsta ástæðan fyrir að fólk sæki bari heim þá viljum við halda því fram hér að það sé meira sem kemur inn og er það stemmingin sem býðst við komuna á Kalda bar og andrúmsloftið sem myndast hvort sem það sé í góðu spjalli fólks á milli eða í léttum tónum sem leiknir eru á píanó staðarins. Þannig kíkið við á Kalda bar og starfsfólk staðarins tekur vel á móti ykkur með prufum af gæða bjórnum okkar og reynir eftir fremsta megni að gera reynslu ykkar sem besta.
Kaldi bjór er afkvæmi Bruggsmiðjunar sem var formlega stofnuð í desember 2005. Hugmyndin vaknaði útfrá því að hjónin Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson sáu fréttaskot um sívaxandi markað örbrugghúsa í Danmörku og héldur í þetta ævintýri út frá því. Þau fengu til sín Téknneska bruggmeistarann David Masa til liðs við sig og þróuðu Kalda bjórinn samkvæmt aldargamalli Tékkneskri hefð. Kalda vörumerkið er sívaxandi og hefur framleiðslan aukist ár frá ári og bjóða þeir uppá 6 mismunandi tegundir staðfast auka þess að árstíðarbundin bjór kemur frá þeim 5 sinnum á ári. Í dag eru þeir stærsta örbrugghúsið á Íslandi í dag og framleiða um 600.000 lítra á ári og til viðbótar við bjórana sem voru nefndir hér áður hafa þeir verið að prufa sig áfram með fleiri tegundir sem við bíðum spennt eftir að fá til okkar.
Ölgerð Egils Skallagrímssonar ákvað árið 2010 að stofna örbrugghúsið Borg til þess að gefa bruggmeisturum sínum frelsi til þess að sköpunargáfa þeirra myndi ná að nýtast til hins fylsta og að stuðla að bættri bjórmenningu á Íslandi. Fyrsti bjórinn frá þeim var Bríó og naut hann gífurlega vinsælda auk þess að vinna til margra verðlauna. Síðan þá hafa bruggmeistarar Borg komið út með fleri tugi tegunda og unnið til fjölmargra verðlauna.
var settur á laggirnar í Desember 2012 og naut strax gífurlega vinsælda á meðal bjórþystra Íslendinga, árið 2014 tóku nýir eigendur við staðnum og hafa reynt að bæta við úrvalið á staðnum og viðhalda sjarmanum sem yfir honum hefur legið. Staðurinn hefur sín tengls við Kalda bjórinn auðvitað með nafninu á staðnum og að Kaldi bjór er eitt aðalsmerki staðarins þegar kemur að bjórvali. Hugmyndafræðin á bakvið staðin er frábært bjórúrval auk þess að reyna að bjóða fram á það besta sem er í boði á sterku víni, gott úrval af léttvíni í flöskum eða glas af sérvöldu víni húsins.